
Eru ekki allir tilbúnir í árið 2021? Hér geturu fengið einföld dagatöl til að hengja upp á vegg og skipuleggja árið. Stjörnumerkin skreyta hvern mánuð og textar fyrir hvert stjörnumerki eru skrifaðir af Fanney – Stjörnuspeki. Fanney er stjörnuspekingur sem sérhæfir sig í lestri stjörnukorta og stjörnukortagerð.
Í dagatalinu eru allir rauðir dagar, upplýsingar um nýtt tungl og fullt tungl, hvernig frumefnin tengjast merkjunum og stjörnuspeki um hvert stjörnumerki fyrir sig. Dagatölin eru í stærð A3.